Hlutabréf í Japan hækkuðu á markaði í dag og vógu upp að hluta lækkanir síðustu daga. Þrátt fyrir að vísitölur eins og Nikkei 225 og Topix hafa lækkað töluvert undanfarið telja fjárfestar ástandið á japönskum fjármálamarkaði betra en vísitölurnar benda til að því er segir á fréttavef Bloomberg.

Mitsuo & Co sem féll um fimmtung í nóvember hækkaði um 3,5%. Vinnuvélaframleiðandinn Komastu hækkaði um 4,5% í dag og tókst þannig að saxa á um 18% lækkun frá því fyrr í mánuðinum.

Niekke 225 hækkaði um 1,1% í Tókýó í dag og Topix hækkaði um 0,9%