Um 55 þúsund störf urðu til hjá minni fyrirtækjum í Bandaríkjunum í desember og vinnudagur þeirra sem starfa hjá minni fyrirtækjum lengdist. Þetta virðist vera enn ein vísbendingin um að vinnumarkaðurinn vestra sé farinn að taka við sér. Atvinnuleysi hefur nú ekki mælst minna í Bandaríkjunum í tvö og hálft ár og mældist vera 8,6% í nóvember. Nýumsóknir vegna atvinnuleysisbóta, sem hið opinbera í Bandaríkjunum greiðir, hafa ekki verið færri í þrjú og hálft ár.