*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Erlent 21. desember 2020 13:56

Bauð stjórnvöldum hlut í Ant Group

Jack Ma reyndi að friðþægja stjórnvöld í Kína með því að bjóða hlut í greiðslumiðlunarfyrirtækinu til að bjarga hlutafjárútboði.

Ritstjórn
epa

Kínverski frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Jack Ma, sem meðal annars stofnaði netverslunarrisann Ali Baba, reyndi að bjarga hlutafjárútboði á fjártæknifyrirtæknifyrirtækinu Ant Group með því að bjóða stjórnvöldum í kommúnistaríkinu hlut í félaginu.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um stefndi í að hlutafjárútboðið yrði það stærsta í sögunni með mun meiri eftirspurn eftir sumum hlutabréfum í félaginu en framboð. Ant Group var stofnað utan um greiðslumiðlunarlausnina Ali Pay sem notuð er víðast hvar í landinu en byrjaði sem greiðslulausn fyrir netsíðuna.

Stjórn kommúnistaríkisins stöðvaði hins vegar útboðið í kjölfar þess að Ma gagnrýndi ræðu Xi Jinping forseta einræðisríkisins um nauðsyn þess að stjórnvöld hefðu hemil á fjármálaáhættu, og sagði stefnu hans í þá vera draga úr nýsköpun.

Á fundi sem Ma var kallaður á með eftirlitsstofnunum og seðlabanka landsins reyndi hann að friðþægja stjórnvöld með því að bjóða ríkinu hlut í félaginu ef útboðið fengi að eiga sér stað eins og til stóð.

Tilboðinu var ekki tekið heldur hafa stjórnvöld þvert á móti lagt aukna áherslu á að ná stjórn á tæknirisum í landinu með tillögum um enn harðari reglum um fjármögnun og gírun að því er segir í MarketWatch. Samkvæmt þeim myndu stofnanafjárfestar á vegum stjórnvalda kaupa sig inn í Ant Group til að vega upp á móti minni fjármögnun fyrirtækisins vegna hertra reglna.

Stikkorð: Kína Kína Jack Ma kommúnismi Ant Group Ali Baba Ali Pay