*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 19. mars 2013 09:55

36 milljarða gjaldþrot Baugsfélags

Félagið Unity Investments tók stöður í breskum smásölufyrirtækjum fyrir hrun. Nú eru engar eignir til upp í milljarðakröfur.

Ritstjórn
Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs Group.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Engar eignir fundust upp í tæplega 36,8 milljarða króna kröfur í þrotabú fjárfestingarfélagsins Unity Investsments. Félagið var í sameiginlegri eigu Baugs Group, FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanford. Félagið var stofnað árið 2006 og tók stöður í skráðum félögum, einkum breskum smásölufyrirtækjum. Félagið keypti m.a. hlutabréf í French Connection, Moss Bros og Woolworths.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota 3. október í fyrra og lauk skiptum á þrotabúinu 28. febrúar síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að ekkert hafi fengist upp í lýsta kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.

Síðasti ársreikningur félagsins var fyrir árið 2007. Það ár nam tap félagsins tæpum 115 milljónum punda, andvirði um 23,5 milljarða króna á núvirði. Skuldir námu á sama tíma 129,2 milljónum punda, jafnvirði 24,5 milljörðum króna á núvirði. Skuldir við hluthafa voru veigamestar.