Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði ákærum í Baugsmálinu svonefnda frá dómi í morgun með þeim rökum á ákærurnar væru ófullnægjandi. Úrskurðinum fylgir átta blaðsíðna rökstuðningur þar sem rakið er hvað dómurunum þykir ófullnægjandi.
Jón H. Snorrason saksóknari sagði eftir þinghaldið að úrskurðurinn yrði kærður til Hæstaréttar.
Jón sagði engan vafa leika á um það að ákæruvaldið gæti ákært að nýju ef Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms; að með öðrum orðum yrði hægt að lagfæra ákærurnar.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagðist hins vegar telja að veruleg takmörk væru á möguleikum ákæruvaldsins til þess að leggja fram nýjar ákærur í málinu.