Mál ríkislögreglustjóra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og fjárfestingarfélaginu Gaumi verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. janúar nk.

Verjendur í málinu lögðu fram greinargerðir í málinu 12. desember sl. og óskaði sækjandi eftir mánaðarfresti á þeim tímapunkti.

Rúnar Guðjónsson sækir málið fyrir hönd efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Málið snyìst um vantaldar tekjur á árunum 1999 til 2003.

Kristín, systir Jóns Ásgeirs, er ákærð sem framkvæmdastjóri Gaums á þeim tíma þegar félagið innleysti 916 milljóna króna hagnað vegna viðskipta með bréf í Baugi. Eru þessar tekjur taldar hafa verið vantaldar til skatts.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .