Nokkrir af fyrrum stjórnendum Baugs eru komnir á fullt í Bretlandi við stofnun nýrra félaga.

Þeir Gunnars Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs og Don McCarthy hafa nú stofnað fyrirtækið Tecamol. Samkvæmt frétt Retail Week er talið að Jón Ásgeir Jóhannesson sé tengdur félaginu.

Tilkynning um stofnunina var send inn til skráningarstofu í Bretlandi (e. Companies House) 25. febrúar síðastliðin og var upphaflega skráð undir heitinu Carpe.

McCarthy er stjórnarformaður skartkripakeðjunnar Aurum og stórverslanakeðjunnar  House of Fraser. Haft er eftir honum í Retail Week að hér sé um að ræða félag sem sinni ráðgjöf en verði einnig heimilt að kaupa og eiga fasteignir og verslunarrekstur.

„Við viljum horfa fram á veginn," hefur Retail Week eftir McCarty. Félagið er staðsett á Bond Street þar sem hluti af starfsemi Baugs hafði skrifstofur sínar.