Baugur hefur boðið í kvenfataverslanakeðjuna Viyella, að því er kemur fram í Mail on Sunday. Eigandi fyrirtækisins, Harris Watson, setti Viyella á sölu í maí eftir að hafa keypt merkið á 2,5 milljónir punda árið 2003.

Viyella er gamalgróið breskt vörumerki og er yfir 200 ára gamalt og leggur áherslu á föt fyrir konur yfir fertugu. Keðjan hefur um 41 sérverslun á sínum snærum auk þess að vera með sölusvæði í 62 stórverslunum. Núverandi eigendur komu félaginu aftur á beinu brautina eftir ýmsa fjárhagslegar kröggur, en greiningaraðilar telja fjármálastjórn og rekstur með ágætum.

Talið er að hagnaður félagsins á þessu ári verði um tvær milljónir og heildarsölutekjur um 30 milljónir. Salan á keðjunni er fyrsta stóra sala Harris Watson sem er einkahlutafélag í eigu John Harris og Susan Watson. SP Mergers munu annast sölu Viyella, en kaupverðið er talið nema um 10 milljónum punda.