*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 7. desember 2007 13:31

Baugur á í viðræðum um sölu á hlut í Whistles

Ritstjórn

Baugur á í viðræðum við Jane Shepherdson, fyrrum forstjóra Topshop, um kaup þess síðar nefnda á hlut í tískuvörukeðjunni Whistles, samkvæmt því sem segir í veffréttum The Telegraph.  Reiknað er með að samningum ljúki fyrir áramót.

Ef af samningnum verður mun Shepherdson setjast í framkvæmdastjórastól Whistles og fyrirtækið klofið út úr Mosaic sem er skráður eigandi þess. Auk Shepherdson er reiknað með að Karyn Fenn sem áður starfaði hjá Topshop muni flytja sig yfir til Whistles.

Baugur eignaðist Whistles árið 2004 en fyrirtækið rekur 34 verslanir auk 36 útsölustaða til viðbótar í Bretlandi og 8 verslanir utan Bretlandseyja. Árleg velta þess er um 32,5 milljónir pund.

Samkvæmt því sem segir í Telegraph vill Baugur losna við Whistles til að geta einbeitt sér að rekstri annarra fyrirtækja í eigu Mosaic en það eru svo dæmi sé tekið Oassi og Karen Miller.