Samkvæmt frétt vefmiðilsins Footwearnews standa líkur til þess að Baugur reyni að taka yfir fataverslunarkeðjuna Saks. Hlutabréf Saks hækkuðu um 4,2% á föstudag, eftir að greiningardeild Citigroup sagði yfirtöku á Saks vera líklega.

Forsvarsmenn Baugs lýstu í október 2007 yfir áhuga á að kaupa Saks en lítið gerðist í þeim efnum í kjölfarið. Baugur hefur  gert framvirka samninga um kaup á 8,5% hlutafjár Saks, og hefur þegar greitt 42,2 milljónir Bandaríkjdala af kaupverði þeirra hluta og mun greiða 194 milljónir dala til viðbótar.

Raddir hafa heyrst um að Baugur hafi verið í sambandi við Landmark Group, fjárfestingafélag með höfuðstöðvar í Dubaí, um kaup á Saks verslanakeðjunni. Samanlagt eiga félögin 9,7% hlutafjár Saks.