Baugur vinnur nú að því að kaupa breska súkkulaðiframleiðandann Thorntons, samkvæmt heimildum Financial Mail on Sunday.

Viiðskiptablaðið sagði frá því í febrúar síðastliðnum og Baugur hefði áhuga á því að kaupa Thorntons og sameina heilsuvöruverslunarkeðjunni Julian Graves og kaffi og te fyrirtækinu Whittard of Chelsea.

Í frétt Financial Mail on Sunday segir að Baugur hafi áhuga á að brjóta upp Thorntons og selja verksmiðju fyrirtækisins í Derbyshire til svissneska súkkulaðiframleiðandans Lindt. Hugsanlegt kaupverð er 168 pens á hlut, sem samsvarar um 110 milljónum punda.

Baugur vinnur nú einnig að kaupum á bresku stórverslunarkeðjunni House of Fraser, ásamt FL Group og Kevin Stanford, en félagið hefur gert ófomlegt tilboð að virði 351 milljón punda, sem samsvarar um 48 milljörðum króna.