Baugur borgaði Charles Wilson 887 þúsund pund, sem samsvarar 114 milljónum króna, til að hætta hjá Marks & Spencer og stýra Booker-verslunarkeðjunni, samvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Bretlands (e. Companies House).

Baugur, ásamt fjárfestingafélaginu Fons, leiddi yfirtöku í fyrra á The Big Food Group, sem samanstóð meðal annars af Booker og Iceland-verslunarkeðjunni. Kaupendurnir slitu í sundur félagið.

Wilson, sem starfaði hjá Booker á árinum 1998-2000, fór yfir til Marks & Spencer ásamt núverandi forstjória Stuart Rose, sem hefur náð að snúa við reksti félagsins. Ávörðun Wilson um að taka við Booker vakti töluverða athygli á fjármálamarkaði í London.

Wilson hefur tekist að hægja á tekjusamdrætti Booker, en tekjur félagins minnkuðu um 2,5% á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður félagsins jókst um 59% í 21 milljón punda á tímabilinu og skuldir hafa verið lækkaðar í 70 milljónir punda úr 331 milljón punda við yfirtökun á Big Food Group.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur verið skoðað á skrá Booker á hlutabréfamarkað, eða selja áfram, og verður það fyrsta útganga Baugs í Bretlandi fyrir utan skráningu Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands.