Baugur hefur aukið við hlut sinn í Debenham verslunarkeðjunni að því er kemur fram í Daily Telegraph. Er Baugur og tengd félög nú með 11% hlut í keðjunni. Bréf Debenhams hafa falli skarpt það sem af er árinu síðan félaginu var fleytt á 195 pencum á hlut.

Debenhams hefur átt í erfiðleikum undanfarið og birti óvænta afkomuviðvörun fyrr á árinu sem setti fjárfesta í óvissu. Baugur kaupir bréfin núna á 120,25 pence.

Í júlí síðastliðnum neitti breska yfirtökunefndin Baug til þess að skýra hvort félagið hyggðist yfirtaka Debenham eftir miklar vangaveltur þar um. Jón ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, greindi nefndinni þá frá því að yfirtaka væri ekki á dagskrá næstu sex mánuði.

Unity Investments, sem er sameiginlegt fjárfestingafélag Baugs, FL Group og Keven Stanford stendur að kaupunum í Debenhams. Gunnar sagði að Unity væri að ná bréfunum á góðu verði, og langtímaáætlanir væru óákveðin.

Þegar Baugur keypti House of Fraser í ágúst 2006 hafði félagið smám saman byggt upp 9,5% hlut í félaginu áður en boðið var í allt félagið.