Baugur Group er 47. stærsti smásali í heimi, samkvæmt úttekt sem Deloitte Touche Thomatsi gerði í samstarfi við Store magazine og ber heitið 2008 Heimsveldin í smásölu. Eftir sem áður er Wal Mart stærsti smásali í heimi.

Sala 250 stærstu smásala í heimi jókst um 8% milli áranna 2005 til 2006. 36 þeirra horfðu upp á minni sölu árið 2006 samanborið við 49 árið 2005, að því er fram kemur í frétt The Irish Examiner um skýrsluna.

Hástökkvari listans er breska matvörukeðjan Tesco sem yfirtök þýska smásölurisann Metro AG og tekur þar með fjórða sætið. Það er fyrsta breytingin á fimm stærstu fyrirtækjum listans frá árinu 2003.