*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 22. febrúar 2006 10:08

Baugur eykur við sig í Dagsbrún

Ritstjórn

Baugur Group hefur bætt við sig 101.000.000 hlut í Dagsbrún, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands, og er eignarhlutur félagsins orðinn 31,18%. Fyrir viðskiptin átti Baugur Group 28,85% í Dagsbrún.

Verðmæti eignarhlutarins, miðað við lokagengi gærdagsins sem var 6,45, er rúmar 645 milljónir króna.