Baugur hefur samþykkt að kaupa 29% hlut í danska fasteignafélaginu Keops A/S, samkvæmt tilkynningu frá dönsku kauphöllinni.

Fyrirtækið mun greiða 564 milljónir danskra króna (sex milljarða íslenskra króna) fyrir hlutinn, samkvæmt upplýsingum Reuters.

Ekki náðist í Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóra fjárfestinga Baugs á Norðulöndum. Ekki er vitað hvort Baugur muni gera tilraun til þess að taka yfir Keops.

Eignarhaldsfélagið InvestorHolding seldi 21,5% hlut sinn til Baugs, Vagner Holding seldi 3,5% hlut, en heldur eftir 36,1%, og Investeringselskabet af 11.12.1990 seldi 5%. Investeringsselskabet heldur eftir 7,6% hlut í Keops. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku kaupuhallarinnar.