Baugur, sem er stærsti hluthafinn í bresku herrafataverslunarkeðjunni Moss Bros, fær að tilnefna tvo stjórnarmenn í félaginu, segir í frétt Financial Times.

Baugur á 28,5% hlut í Moss Bros í gegnum Unity Investments, ásamt FL Group og Kevin Stanford.

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur gagnrýnt gengi Moss Bros, sem birt afkomuviðvörun í janúar og varaði við að hagnaður rekstrarársins til 27. janúar myndi dragast saman í 5,1 milljón punda úr 6,2 milljónum punda.

Baugur hefur áhuga á að taka virkari þátt í rekstrinum á Moss Bros, segir Financial Times. "Samstarfið mun flýta fyrir vexti félagsins," sagði Philip Mountford, forstjóri Moss Bros.