*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 27. febrúar 2006 09:31

Baugur Group hf. boðar til blaðamannafundar

Ritstjórn

Baugur Group hf. boðar til blaðamannafundar í dag þar sem danski lögfræðingurinn Tyge Trier kynnir niðurstöður lagalegrar álitsgerðar sem hann vann fyrir Baug. Á fundinum verður lögð fram álitsgerð Triers.

Í fundarboðun Baugs kemur fram að Trier er sérstaklega þekktur fyrir rannsóknir sínar á sviði mannréttinda og lagareglna þar að lútandi. Í álitsgerð sinni, sem hann nú kynnir, fjallar hann sérstaklega um 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu.