*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 12. nóvember 2004 16:49

Baugur Group með 30% í Og Vodafone

Ritstjórn

Baugur Group hf. hefur aukið hlut sinn í Og Vodafone hf. og er eignarhlutur félagsins 30,2%, en var fyrir 19,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag. Á sama tíma hefur Norðurljósa, sem hún eru orðin dótturfélag Og Vodafone, minnkað úr 17,5% í 6,7%.

Þessar breytingar eru í samræmi við opinberar fyrirætlanir hluthafa Norðurljósa í tengslum við kaup Og Vodafone á félaginu um að þeir leystu til sín eignarhluti í fjarskiptafyrirtækinu.