Samkvæmt þeim hluthafalista sem hefur verið birtur í kerfi Kauphallar Íslands er Baugur Group með 25,1% hlut í Teymi. Teymi er nýtt félag sem var formlega skráð í Kauphöllina í gær um leið og 365 tók yfir kennitölu Dagsbrúnar sem var.

Teymi er fyrrum fjarskipta og upplýsingatækniarmur Dagsbrúnar. Skipting Dagsbrúnar er með þeim hætti að 45% af heildarhlutfé Dagsbrúnar fer yfir í Teymi hf. og 55% inn í 365 hf. Fyrrum hluthafar Dagsbrúnar verða hluthafar í Teymi hf. og 365 hf. í sama hlutfalli og eignarhlutdeild þeirra var í Dagsbrún.

Heildareignir Teymis þann 1. júlí síðastliðinn námu 38,5 milljörðum króna en þar af eru óefnislegar eignir að fjárhæð 18 milljarðar króna eins og greiningardeild Glitnis benti á í Morgunkorni sínu í gær. Eigið fé Teymis án hlutdeildar minnihluta nam 7,5 milljörðum króna. Heildarskuldir félagsins námu 30,7 milljörðum kr., þar af nema langtímaskuldir 9,7 milljörðum króna og skammtímaskuldir 21 milljarðar króna.

Komið hefur fram að unnið er að endurfjármögnun félagsins og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. desember næstkomandi. Velta Teymis á næsta ári er samkvæmt skráningalýsingu áætluð 21,-22,5 milljarðara og EBITDA er áætluð 4,0-4,4 milljarðar króna.

20 stærstu hluthafar í Teymi:

1. Baugur Group hf . 25,1 %

2. Runnur ehf. 10,8 %

3 . FL GROUP hf . 7,4 %

4. Straumur - Burðarás Fjárfes 7,3 %

5. Milestone ehf . 7,0 %

6. LI-Hedge 6,1 %

7. Arion safnreikningur 4,6 %

8. Diskurinn ehf. 4,4 %

9 . Landsbanki Luxembourg S.A. 4,0 %

10. Fons Eignarhaldsfélag hf. 2,5 %

11. Þórdís Jóna Sigurðardóttir 2,4 %

12. Grjóti ehf. 2,2 %

13. Iða fjárfesting ehf. 1,9 %

14. 365 hf. 1,6 %

15. Teton ehf. 1,33 %

16. SJ1 ehf. 0,9 %

17. Gunnar Smári Egilsson 0,8 %

18. Melkot hf. 0,8 %

19. GLB Hedge 0,7 %

20. MP Fjárfestingarbanki hf.  0,6 %