Ef að íslensk stjórnvöld selja ekki frá sér skuldbindingar Baugs og bjóði jafnvel fram fé til þess að kaupa hlutabréf gætu verslanir félagsins í Bretlandi verið mikilvæg gjaldeyrisuppspretta sem hægt væri að nýta til þess að borga niður lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þetta kemur fram í viðtali breska blaðsins Financial Times við Jóni Ásgeiri Jóhannsson, stjórnarformanns Baugs.

Í viðtalinu við Jón Ásgeir er fjallað um skuldsetta uppbyggingu Baugs á liðnum árum og fram kemur að eina framtíðar von félagsins felist í því að íslensk stjórnvöld ákveði að það væri verri kostur nú að selja eignir þess en að viðhalda rekstri þess.

Haft er eftir Jóni Ásgeiri að íslenska þjóðin þurfi ekki á að halda brunaútsölu á góðum eignum að svo komnu máli.

Hann líkir því að selja verslanir nú rétt fyrir jól við því að ætla að selja jólatré í júlí. Það sé beinlínis ómögulegt.

Sjá vef Financial Times.