Baugur hefur áhuga á að fjárfesta í breska súkkulaðiframleiðandanum Thorntons, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Thorntons hafnaði í gær kauptiboði í félagið og hefur Baugur fylgst náið með gangi mála. Heimildarmenn Viðskiptablaðsins segja að Baugur sjá samlegð með heilsuvöruverslunarkeðjunni Julian Graves, te- og kaffiverslunarkeðjunni Whittard og Thorntons.

Mikil viðskipti voru með hlutabréf bresku verslunarkeðjunnar Woolworths í gær og var Baugur orðaður við félagið. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Baugur ekki verið að kaupa í félaginu.

Velta með bréf í Woolworths í gær var fjórum sinnum meiri en vanalegt er. Baugur var orðaður við hugsanlega yfirtöku á Woolworhts í fyrra, en heimildarmenn Viðskiptablaðsins segja að Baugur hafi ekki áhuga á að taka yfir Woolworhts að svo stöddu.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag