Jón Ágeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs segist enn hafa áhuga á bandarísku verslunarkeðjunni Saks og segir félagið ráða yfir fé til þess að gera tilboð í hana eftir sölu eigna.

Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttastofunnar.

Þar er haft eftir Jóni Ásgeir að baugur „sé enn að skoða keðjuna, það sé alveg ljóst“.

Í fréttinni er einnig haft eftir Jóni Ásgeir að  eftir endurskipulagningu á rekstri og sölu eigna hafi Baugur náða að losa um fé sem þýði að félagið geti „tekið þátt í umtalsvert stórum yfirtökum“.

„Við höfum komið auga á margvísleg tækifæri á markaðinum en mnum halda okkar á hliðarlínunni fram yfir jól til þess að sjá hvernig hlutirnir þróast,“ er haft Jón Ásgeiri á Bloomberg.