Baugur hefur enn greiðan aðgang á lánsfjármagni til þess að fjármagna minni yfirtökur, segja heimildamenn Viðskiptablaðsins í London.

Fyrirtækið á í yfirtökuviðræðum við bresku kventískuvöruverslunarkeðjuna Jane Norman og segja heimildamenn blaðsins að Baugsmálið muni ekki hafa áhrif á þær viðræður eða önnur verkefni sem Baugur er að vinna að.

Bank of Scotland, sem hefur unnið náið með Baugi síðustu ár og hefur fjármagnað mikið af yfirtökum sem fyrirtækið hefur tekið þátt í, studdi við kaup fjárfestingasjóðsins Graphite Capital á Jane Norman árið 2003. Félagið hefur nú ákveðið að selja Jane Norman og keppast Baugur og fjárfestingasjóðurinn PPM Ventures um fyrirtækið. Talið er að um 110 milljónir punda (12,6 milljarðar króna) fáist fyrir Jane Norman.

Sjá nánar frétt í Viðskiptablaðinu í dag.