Baugur hefur aukið hlut sinn í bresku tískuvöruverlsuninni French Connection í 9-10% úr 2.9%, segir í frétt frá Financial Times. Viðskiptablaðið sagði frá því í síðustu viku að Baugur hefið áhuga á því að kaupa meira í félaginu.

Gengi French Connection hefur verið slakt og dróst hagnaður félagsins fyrir skatta saman um 68% á fyrstu sex mánuðum ársins og gengi hlutabréfa félagsins hefur verið lækkandi. En þegar fréttir af kaupum Baugs í French Connection birtust ruku bréfin upp um 16%.

Eftir kaupin er Baugur næststærsti hluthafinn í French Connection á eftir stofnanda félagsins, Stephen Marks. Sumir sérfræðingar í London telja að Baugur og Marks kunni í samvinnu að taka yfir French Connection og afskrá félagið.