*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. febrúar 2006 08:09

Baugur kaupir í Woolworths

eignarhluturinn um fjórir milljarðar, ekki búist við yfirtöku

Ritstjórn

Baugur hefur verið að kaupa bréf í bresku verslunarkeðjunni Woolworths síðustu daga, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Félagið hefur einnig verið að selja bréf í breska fyrirtækinu French Connection, sem það hefur lengi verið orðað við.

Baugur er talinn vera kominn með 7% hlut í Woolworths, en ekki er búist við að félagið reyni að taka Woolworths yfir. Matvöruverslunarkeðjan ASDA, sem er í eigu Wal Mart, og bóka- og ritfangaverslunarkeðjan WH Smith hafa verið orðaðar við Woolworths.

Sérfræðingar spá því að Baugur geti selt á hærra gengi ef kauptilboð berst. Bréf Woolworths hafa hækkað um 20% á síðustu tveimur vikum.

Fyrir viðskiptin í vikunni átti Baugur 3% hlut í Woolworths en á nú um 7% hlut að markaðsvirði um 36 milljónir punda, eða sem samsvarar tæpum fjórum milljörðum króna