Fjárfestingar Baugs í Danmörku er til langs tíma, segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs á Norðurlöndum, í samtali við Jótlandspóstinn.

Danskir fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvort að íslensk fyrirtæki muni losa fjárfestingar sínar vegna ?yfivofandi efnahagskreppu" á Íslandi.

?Allar fjárfestingar okkar í Danmörku eru til langs tíma og vangaveltur um að hætta sé á að fyrirtækið selji eignarhluti sína í dönskum fyrirtækjum eiga ekki við rök að styðjast. Það er ekki ástæða til að selja eignarhluti félagins, hvorki í skráðum eða óskráðum félögum," segir Skarphéðinn Berg.