Baugur er líklegasti kaupandinn að dönsku raftækjakeðjunni Merlin A/S samkvæmt frétt Börsen. Eigandi Merlin, FDB ((Fællesforeningen for Denmarks Brugsforeniger)) hefur gefið út tilkynningu að það eigi í viðræðum við fjárfestingarsjóð um kaup á Merlin og er talið að hann sé íslenskur.

Merlin hefur verið til sölu í nokkurn tíma og hafa áður átt sér stað viðræður við norsku raftækjakeðjuna Expert. Merlin samanstendur af 62 raftækjaverslunum og nemur velta félagsins um 11 milljörðum króna á ári.