Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst yfir áhuga á verslunum skartgripafyrirtækisins Signet í Bretlandi, segir í Financial Times á mánudag.

Í viðtali við blaðið kemur fram að Jón Ásgeir telji að verslanir H Samuel og Ernest Jones væru kjörin viðbót í eignasafn Baugs.

Jón Ásgeir segir að hann hafi aðeins áhuga á rekstri Signet í Bretlandi, hann muni ekki bjóða í fyrirtækið í heild sinni.