Breska blaðið The Independent hefur eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, að félagið sé að vinna að skráningu fyrirtækja í eigu þess á hlutabréfamarkað.

Í fréttinni segir að sagt verði frá hugsanlegri skráningu í mars, en félagið stóð fyrir skráningu Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands. Þar segir að skráningin gæti verið á hlutabréfamarkað í Bretlandi.

Jón Ásgeir segir einnig að Baugur muni leggja meiri áherslu á að fjárfesta í fasteignum, og spáir því að fjárfestingar í smásölu muni lækka í um 70% af heildarfjárfestingum úr 80% nú, segir í fréttinni.