Prestbury-fasteignafjárfestingarfélagið er talið vera að undirbúa kauptiboð í Caledonian-hótelið í Edinborg og er hugsanlegt kaupverð talið vera 50 milljónir punda, sem samsvarar 6,5 milljörðum íslenskra króna.

Fjárfestarnir í Prestbury eru meðal annars skoski auðkýfingurinn Tom Hunter, Baugur, Nick Leslau og Bank of Scotland.

Búist er við samkeppni um fasteignina, sem er í eigu Hilton-hótelsamstæðunnar, frá fjárfestinasjóðnum Starwood Capital og ísraelska lögfræðingnum Egal Ahouvi.