Baugur og KB banki hafa ásamt öðrum minni fjárfestum fest kaup á samtals 20% hlut í breska smásölufyrirtækinu fyrir skó í The Shoe Studio Group. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu sem út kom í morgun.

Velta fyrirtækisins er í kringum 125 milljónir punda. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en ef að miðað er við kaupverðið á Karen Millen sem veltir 100 milljónum punda á ári sé hátt í 16 milljarða íslenskra króna

Kaup Baugs gefa fyrirtækinu innsýn í breska skómarkaðinn og þar sem að Oasis og Karen Millen verslanirnar selja einnig skó er hægt að nýta upplýsingarnar í þeim verslunum. Þetta er líkt og með eign Baugs í fasteignafyrirtækinu LxB sem að veitir Baugi innsýn í breska smásölumarkaðinn vegna þess að fyrirtækið leigur einungis smásölum.

Fyrirtækið á Pied A Terre, Bertie, Roberto Vianni, Roland Cartier, Vivaldi, Chelsea Cobbler, Rayne. Einnig hefur fyrirtækið umboð fyrir bandarísku skóvörumerkin Nine West, Easy Spirit og Kenneth Cole í Bretlandi.

Don McCarthy, stjórnarmaður og forstjóri The Shoe Studio Group, heldur meirihluta sínum og mun hann halda áfram að stjórna fyrirtækinu ásamt Stefan Cassar, fjármálastjóra og John Egan, framkvæmdastjóra.

Í Viðskiptablaðinu sem út kom í morgun er að auki ítarleg umfjöllun um fjárfestingar og umsvif Baugs í Bretlandi.