Getgátur á breskum fjármálamarkaði um að Baugur hafi áhuga á breska tískuvörufyrirtækinu Alexon hafa orðið til hækkunar á gengi hlutabréfa félagins.

Sérfræðingar benda á að gengið hefur verið að hækka þrátt fyrir að verðbréfafyrirtækið Seymour Pierce hafi lækkað hagnaðrspá sína úr 15 milljónum punda í 12 milljónir punda.

Alexon gaf út afkomuviðvörun í lok maí. Ekki náðist í Baug í Bretlandi til að staðfesta orðróminn.