Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir í viðtali við Börsen að fyrirtækið sé reiðubúið í fleiri yfirtökur. Hann segist bjartsýnn á framtíðarhorfur fyrirtækisins þrátt fyrir mikið tap á fjárfestingum þeirra í Bretlandi, að því er kemur fram í fréttinni.

Gunnar segir að Baugur sé langtímafjárfestir og því hafi niðursveiflur á hlutabréfamörkuðum til skemmri tíma lítil áhrif á áætlanir fyrirtækisins. Baugur standi því við markmið sín um að verða stærsti smásöluaðili heims innan fimm ára.