Baugur Group íhugar nú að afskrá Mosaic Fashions, innan við tveimur árum eftir að fyrirtækið var skráð í Kauphöll Íslands, að því er kemur fram í frétt The Times.

Aðilar sem standa málinu nærri segja að Baugur vilji samþætta rekstur Mosaic og Rubicon fjarri augum fjárfesta og greiningaraðila.

Í fréttinni segir að afskráningin gæti orðið á seinni hluta árs, en það fari eftir hvernig gengi hlutabréfa þróast.

Í kjölfar yfirtökunnar á Rubicon greindu breskir fjölmiðlar frá því í september í fyrra að Mosaic íhugaði skráningu á hlutabréfamarkað í London. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic sagðist þá ánægður með skráninguna á Íslandi og að fyrirtækið hafi ekki íhugað að afskrá fyrirtækið hér.