Baugur Group hefur lýst furðu sinni yfir þeirri ákvörðun Euler Hermes um að tryggja ekki viðskipti Baugs.

Í yfirlýsingu frá Baugi sem Dow Jones Newswires vitnar í segir að ákvörðun Euler Hermes hljóti að byggjast á misskilningi á áhrifum efnahagsástandsins á Íslandi á Baug.

Aðstæður á íslandi hafi ekki bein áhrif á stöðu mála hjá fyrirtækjum Baugs erlendis. Meirihluti þeirra sé fjármagnað af alþjóðlegum bönkum og standi traustum fótum miðað við núverandi markaðsaðstæður.

Baugur tekur fram að Euler Hermes sé þó ekki aðaltryggjandi fyrirtækja sinna. Aðrir tryggjendur standi enn við bakið á félaginu.

Baugsmenn segjast þó vissir um að lausn fáist í málið varðandi Euler Hermes.