Bandaríska leikfangafyrirtækið Build-A-Bear Workshop hefur samþykkt að kaupa The Bear Factory fyrir 41.1 milljón Bandaríkjadala, sem samsvarar um 2.8 milljörðum íslenskra króna.

Build-A-Bear greindi frá kaupunum á mánudaginn, en The Bear Factory er hluti af bresku leikfangaverslunarkeðjunni Hamleys, sem er í eigu Baugs. Búist er við að endanlega verði gengið frá kaupunum í á næstu tveimur mánuðum.

Bear Factory fylgdi með 59 milljón punda yfirtöku Baugs á Hamleys. Bandaríska félagið hefur áhuga á að sameina Bear Factory og Build-a-Bear-vörumerkið.

Hamleys-leikfangaverslunin var rekin með 3.6 milljón punda tapi á reikningsárinu sem endaði í mars í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Bretlands, Companies House.