Bresku blöðin Daily Telegraph og Daily Mail greina frá því í dag að Baugur hafi selt hlutabréfaeign sína í bresku verslunarkeðjunni Marks & Spencer fyrir 250 milljónir punda (33 milljarðar króna).

Daily Telegraph segir söluhagnaðinn nema 50 milljónum punda, sem samsvarar 6,6 milljörðum króna. Blaðið segir Baug hafa verið að kaupa jafnt og þétt í M&S síðustu sex mánuði og eignarhluturinn hafa verið 2,4%.

Fjármagnið mun verða notað til að taka yfir bresku stórvöruverslunarkeðjuna House of Fraser, en Baugur keypti nýverið 9,5% hlut í House of Fraser og hefur átt í yfirökuviðræðum við félagið.

Daily Telegraph segir áætlanir Baugs ekki hafa verið stöðvaðar þrátt fyrir vandræði heima fyrir og umrót á íslenskum fjármálamarkaði.