Tískuvörufyrirtækið Mosaic Fashions hefur sett Shoe Studio í sölu.

Þetta kemur fram á heimasíðu Baugs, eins eiganda Mosaic Fashion en samkvæmt henni segja forsvarsmenn fyrirtækisins að ákvörðunin sé tekin í kjölfar stefnumótunarskýrslu sem unnin var af Gordon Baird, framkvæmdastjóri Shoe Studio.

Hann telur að Shoe Studio Group dafni betur utan Mosaic Fashions keðjunnar og geti þannig einbeitt sér að skómarkaðnum.

Mosaic eignaðist Shoe Studio Group í júní 2006, þegar það tók yfir Rubicon Retail en að auki fylgdu vörumerkin Principles og Warehouse með í kaupunum.

Á vef Baugs kemur fram að í júní í fyrra var Gordon Baird ráðinn sem framkvæmdastjóri Shoe Studio Group og hefur síðan unnið að stefnumótun fyrir fyrirtækið og greiningu á skómarkaðnum.

Sjá nánar heimasíðu Baugs.