Baugur hefur sótt um greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að Landsbankinn hefur ákveðið að hætta við samninga um mögulega uppbyggingu.

Þetta er staðfest í yfirlýsingu frá Baugi.

Þar segir að sótt sé um greiðslustöðvunina til að verja eignir félagsins og vernda hagsmuni lánardrottna.

Stjórn félagsins hafi tekið þessa ákvörðun í gær í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar bankans.

Ekki náðist í Gunnar Sigurðsson, forstjóra Baugs, við vinnslu þessarar fréttar.