Baugur mun ekki snúa baki við tískuvöruverslunum í Bretlandi þrátt fyrir að fjárfestingar félagsins í skráðum smásölufyrirtækjum hafi lækkað um meira en 100 milljónir punda á þessu ári, segir í Financial Times í dag. Blaðið hefur eftir Gunnari Sigurðssyni framkvæmdastjóra Baugs að það yrði engin brunaútsala á eignum á nýju ári. „Ég held að árið 2008 verði mjög áhugavert,“ er haft eftir honum.

Gunnar segir að miðað við verðlagningu félaganna sé líklegra að Baugur verði á kauphliðinni en á söluhliðinni.

Í viðtali Viðskiptablaðsins við Jón Ásgeir Jóhannesson nú um helgina er meðal annars rætt ýtarlega um umsvif Baugs á breska smásölumarkaðnum og skoðanir félagsina á honum. Áskrifendur geta lesið blaðið hér á vefnum á pdf-formi. Þeir áskrifendur sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það á [email protected] .