Baugur á í óformlegum yfirtökuviðræðum við House of Fraser (HoF), samkvæmt heimildum Dow Jones fréttastofunnar, en getgátur hafa verið um að félagið hafi haft samband við HoF um kaup og afskráningu á félaginu.

Baugur á 9,5% hlut í breska félaginu og HoF greindi frá því þann 2. maí að að ónefndur aðili hefði haft samband við stjórnendur um hugsanlega yfirtöku. Heimildarmenn Viðskiptablaðsins hafa einnig staðfest að Baugur sé aðilinn sem um ræðir.

Heimildarmaður Dow Jones vildi ekki tjá sig um hugsanlegt kaupverð en talið er að Baugur verði að greiða 150 pens á hlut fyrir félagið, sem samsvarar 353 milljónum punda eða 48 milljörðum króna.