Kröfur í þrotabú danska athafnamannsins Morten Lund nema yfir 120 milljónir danskra króna. Meðal kröfuhafa eru Baugur, Straumur og Glitnir, ef marka má danska fjölmiðla, og nema kröfur þeirra um 75 milljónum króna.

Lund, sem keypti meirihlutann í útgáfufélagi Nyhedsavisen af Baugi fyrir ári, var lýstur gjaldþrota í vikunni vegna 10 milljóna kröfu fyrrverandi stjórnenda Nyhedsavisens, þeirra Svens Dam og Mortens Nissen Nielsen.