Baugur Group mun úthluta 50 milljónum króna úr styrktarstjóði sínum, segir í tilkynningu frá félaginu.

Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en en þann 10. júní síðastliðinn var samþykkt af stjórn Baugs að verja 300 milljónum króna til stofnunar sérstaks styrktarsjóðs sem yrði úthlutað úr í desember og maí ár hvert, næstu þrjú árin.

"Styrktarsjóði Baugs Group er ætlað það hlutverk að styðja margvísleg líknar- og velferðarmál auk menningar- og listalífs," segir í tilkynningu Baugs.

Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson en auk hans sitja Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir í stjórn sjóðsins.

Ekki hefur verið gefið upp hverjir hljóta styrk á þessu ári en styrkþegum hefur verið boðið til móttöku að Hótel Reykjavík Centrum í Aðalstræti til að veita styrkjunum formlega viðtöku. Athöfnin hefst klukkan 14:00.