Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, vildi ekki útloka yfirtöku félagsins á bresku verslanakeðjunni Debenhams. Þetta kemur fram í dag í breskum fjölmiðlum í dag. Baugur hefur á síðustu dögum byggt upp sífellt stærri hlut í Debenhams, og nú er svo komið að félagið ræður yfir 5% hluta í bresku keðjunni. Gunnar hermdi að framtíðaráætlanir fyrirtækisins með Debenhams væru "opnar og sveigjanlegar."

Unity Investments, sem er sameiginlegt fjárfestingafélag Baugs, FL Group og Keven Stanford stendur að kaupunum í Debenhams. Gunnar sagði að Unity væri að ná bréfunum á góðu verði, og langtímaáætlanir væru óákveðin.

Þegar Baugur keypti House of Fraser í ágúst 2006 hafði félagið smám saman byggt upp 9,5% hlut í félaginu áður en boðið var í allt félagið.