Gera má ráð fyrir að þýska byggingavöruverslunin Bauhaus opni verslun sína hér á landi um eða upp úr áramótum. Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi, ekki staðfesta nákvæma tímasetningu en sagði þó að byrjað yrði að auglýsa eftir starfsfólki í lok október. Halldór Óskar hefur undanfarnar vikur dvalið í Danmörku í þjálfun hjá keðjunni en hann var ráðinn framkvæmdastjóri haustið 2008.

Sem kunnugt er hafði Bauhaus áætlað að opna verslun sína í lok árs 2008 en frestaði opnun í ljósi efnahagsástandsins hér á landi. Rúmlega 21.000 fermetra húsnæði verslunarinnar við Vesturlandsveg hefur því staðið autt í tæp þrjú ár.

Búið var að manna flestar stöður í fyrirtækinu en í kjölfar bankahruns var öllum starfsmönnum sagt upp. Athygli vakti að um 650 sóttu um helstu stjórnunarstöður og um 1.250 manns sóttu um 150 auglýstar stöður hjá Bauhus í september 2008.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Niðurstaða könnunar um stuðning við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Benediktsson
  • Uppgjör MP banka
  • Þörf á lögum um skuldabréf
  • Grunnrekstur Byrs vondur
  • Fréttaskýring: Ákvarðanir peningastefnunefndar á árinu
  • Könnun KPMG meðal stjórnarmanna
  • Plain Vanilla nýr íslenskur tölvuleikur
  • Yfirtaka Arion á hlut Kjalars í HB Granda
  • Já greiddi fyrri eigendum arð
  • Hækkun veiðigjalds kemur verst við minni fyrirtæki
  • Veiði: Helmingi færri rjúpur
  • Nóbelsverðlaunahafarnir í hagfræði