Á morgun, laugardag munu Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) reisa bautastein á Flateyri til að heiðra minningu Einars Odds Kristjánssonar.

Á vef SA kemur fram að samtökin vilja með þessum hætti halda á lofti framlagi Einars Odds til Þjóðarsáttarinnar árið 1990 en Einar Oddur átti ríkan þátt í að efla samskipti og samvinnu samtaka á vinnumarkaði.

Steinninn verður afhjúpaður klukkan eitt að Sólbakka á Flateyri í Önundarfirði, heimabyggð Einars.

Í kjölfarið  fara fram tónleikar í Eyraodda og kaffiveitingar að þeim loknum í hlaðinu á Sólbakka.