Bayerische Landesbank og 26 aðrir erlendir bankar sem eiga kröfur í bú Straums Burðaráss fjárfestingabanka vilja koma fyrir að innlán Straums sem færð voru yfir til Íslandsbanka verði forgangskröfur í þrotabú hans. Innstæðurnar nema alls 267 milljónum evra, eða tæplega 49 milljörðum króna á núvirði. Deilan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Innlán Straums voru færð yfir til Íslandsbanka í byrjun apríl síðastliðinn í kjölfar þess að fjármálaeftirlitið hafði tekið yfir Straum þann 9. mars. Það var gert vegna þess að það hafði komið fram í samskiptum eftirlitsins við bankann að hann hefði ekki nægilegt fé til að standa skil á skuldbindingum sínum.

Straumur gaf út skuldabréf til Íslandsbanka vegna færslu innlánanna. Það á að vera forgangskrafa í bú bankans. Þessu hafna Bayerische Landesbank og hinir erlendu bankarnir 26 og vilja að skuldabréfið verið meðhöndlað sem almenn krafa. Ef svo yrði myndu endurheimtir annarra almennra kröfuhafa aukast.