*

föstudagur, 23. október 2020
Innlent 26. júlí 2020 10:02

BBA Fjeldco hagnaðist um 37 milljónir

BBA Fjeldco varð til þann 1. október 2019 með sameiningu Fjeldco og BBA Legal.

Ritstjórn
Framkvæmdastjóri BBA Fjeldco er Elísabet Ingunn Einarsdóttir.
Aðsend mynd

BBA Fjeldco varð til þann 1. október 2019 með sameiningu Fjeldco og BBA Legal. Hagnaður BBA Fjeldco á síðasta ári nam 37 milljónum króna og voru rekstrartekjurnar 199 milljónir króna. Í lok árs störfuðu 25 manns hjá félaginu. Hagnaður BBA Legal nam 37 milljónum á síðasta ári samanborið við 88 milljónir árið á undan. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 295 milljónir króna árið 2019 samanborið við 490 milljónir árið 2018.

Þá námu rekstrargjöldin á síðasta ári 254 milljónum króna miðað við 388 milljónir króna árið á undan. Þar af voru laun og launatengd gjöld 187 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 285 milljónir króna árið á undan. Þá voru eignir BBA Legal í lok síðasta árs 173 milljónir króna samanborið við 246 milljónir króna í lok árs 2018.

Eigið fé nam 91 milljón króna í árslok miðað við 103 milljónir króna árið áður. Framkvæmdastjóri BBA Fjeldco er Elísabet Ingunn Einarsdóttir.

Stikkorð: Uppgjör BBA Fjeldco