BBA Fjeldco varð til þann 1. október 2019 með sameiningu Fjeldco og BBA Legal. Hagnaður BBA Fjeldco á síðasta ári nam 37 milljónum króna og voru rekstrartekjurnar 199 milljónir króna. Í lok árs störfuðu 25 manns hjá félaginu. Hagnaður BBA Legal nam 37 milljónum á síðasta ári samanborið við 88 milljónir árið á undan. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 295 milljónir króna árið 2019 samanborið við 490 milljónir árið 2018.

Þá námu rekstrargjöldin á síðasta ári 254 milljónum króna miðað við 388 milljónir króna árið á undan. Þar af voru laun og launatengd gjöld 187 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 285 milljónir króna árið á undan. Þá voru eignir BBA Legal í lok síðasta árs 173 milljónir króna samanborið við 246 milljónir króna í lok árs 2018.

Eigið fé nam 91 milljón króna í árslok miðað við 103 milljónir króna árið áður. Framkvæmdastjóri BBA Fjeldco er Elísabet Ingunn Einarsdóttir.