Í þætti breska ríkisútvarpsins, BBC, um hvernig alþjóðlega fjármálahrunið hafði áhrif á íslenskt samfélag, nú 10 árum seinna er er rætt við fjölda íslenskra viðmælenda.

Í þættinum sem hefst á því að útvarpsmaðurinn lýsir stórbrotinni náttúru Vestfjarða þegar hann fer út á línuveiðar frá Suðureyri er síðan fjallað um aðdraganda uppbyggingar og útrásar íslensks efnahagslífs í aðdraganda hrunsins, en síðan afleiðingar þess á þjóðfélagið allt.

Má þar nefna stjórnmálin, og efnahagslífið, en einnig sálræn áhrif og þau djúpu sár sem víða eru enn, bæði í borgarlandslaginu í formi byggingarlóða sem nú er verið að fylla með hótelum sem og í sálarlífi einstaklinga.

Hér má hlusta á þáttinn á vef BBC .